Center

Dedicant's Work

Study Program

Runes

Esus

Definitions

Rituals

Essays

Poems

Biography
---------
Search

LiveJournal

email

links
---------
Chronarchy.org

adf.org

ThreeCranes.org

Pagan Student Association

---------
CafePress Shop

Chronarchy.Com

Havamal

    IV. Píslir og rúnir

  1.  
    Veit eg að eg hékk
    vindgameiði á
    nætur allar níu,
    geiri undaður
    og gefinn Óðni,
    sjálfur sjálfum mér,
    á þeim meiði
    er manngi veit
    hvers af rótum renn.
  2.  
    Við hleifi mig sældu
    né við horni-gi.
    Nýsta eg niður,
    nam eg upp rúnar,
    æpandi nam,
    féll eg aftur þaðan.
  3.  
    Fimbulljóð níu
    nam ef af inum frægja syni
    Bölþorns, Bestlu föður.
    Og eg drykk of gat
    ins dýra mjaðar,
    ausin Óðreri.
  4.  
    Þá nam eg frævast
    og fróður vera
    og vaxa og vel hafast,
    orð mér af orði
    orðs leitaði,
    verk mér af verki
    verks leitaði.
  5.  
    Rúnar munt þú finna
    og ráðna stafi,
    mjög stóra stafi,
    mjög stinna stafi,
    er fáði fimbulþulur
    og gerðu ginnregin
    og reist Hroftur rögna.
  6.  
    Óðinn með ásum,
    en fyr álfum Dáinn,
    Dvalinn dvergum fyrir,
    Ásviður jötnum fyrir.
    Eg reist sjálfur sumar.
  7.  
    Veistu hve rísta skal?
    Veistu hve ráða skal?
    Veistu hve fáa skal?
    Veistu hve freista skal?
    Veistu hve biðja skal?
    Veistu hve blóta skal?
    Veistu hve senda skal?
    Veistu hve sóa skal?
  8.  
    Betra er óbeðið
    en sé ofblótið.
    Ey sér til gildis gjöf.
    Betra er ósent
    en sé ofsóið.
    Svo Þundur um reist
    fyr þjóða rök,
    þar hann upp um reis,
    er hann aftur of kom.
     

    V. Galdur

  9.  
    Ljóð eg þau kann
    er kann-at þjóðans kona
    og mannskis mögur.
    Hjálp heitir eitt,
    en það þér hjálpa mun
    við sökum og sorgum
    og sútum görvöllum.
  10.  
    Það kann eg annað
    er þurfu ýta synir,
    þeir er vilja læknar lifa.
  11.  
    Það kann eg hið þriðja:
    ef mér verður þörf mikil
    hafts við mína heiftmögu,
    eggjar eg deyfi minna andskota,
    bíta-t þeim vopn né velir.
  12.  
    Það kann eg ið fjórða:
    ef mér fyrðar bera
    bönd að bóglimum,
    svo eg gel
    að eg ganga má,
    sprettur mér af fótum fjötur,
    en af höndum haft.
  13.  
    Það kann eg ið fimmta:
    Ef eg sé af fári skotinn
    flein í fóki vaða,
    fýgur-a hann svo stinnt
    að eg stöðvig-a-g,
    ef eg hann sjónum of sé'g.
  14.  
    Það kann eg ið sétta:
    Ef mig særir þegn
    á rótum rás viðar,
    og þann hal
    er mig heifta kveður,
    þann eta mein heldur en mig.
  15.  
    Það kann eg ið sjöunda:
    Ef eg sé hávan loga
    sal um sessmögum,
    brennur-at svo breitt,
    að eg honum bjargig-a-g.
    þann kann eg galdur að gala.
  16.  
    Það kann eg ið átta,
    er öllum er
    nytsamlegt að nema:
    Hvar er hatur vex
    með hildings sonum
    það má eg bæta brátt.
  17.  
    Það kann eg ið níunda:
    Ef mig nauður um stendur
    að bjarga fari mínu á floti,
    vind eg kyrri
    vogi á
    og svæfi'g allan sæ.
  18.  
    Það kann eg ið tíunda:
    Ef eg sé túnriður
    leika lofti á,
    eg svo vinn'g
    að þeir villir fara
    sinna heimhama,
    sinna heimhuga.
  19.  
    Það kann eg ið ellefta:
    Ef eg skal til orrustu
    leiða langvini,
    und randir eg gel,
    en þeir með ríki fara
    heilir hildar til,
    heilir hildi frá,
    koma þeir heilir hvaðan.
  20.  
    Það kann ef ið tólfta:
    Ef eg sé að tré uppi
    váfa virgilná,
    svo eg ríst
    og í rúnum fá'g
    að sá gengur gumi
    og mælir við mig.
  21.  
    Það kann eg ið þrettánda:
    ef eg skal þegn ungan
    verpa vatni á,
    mun-at hann falla,
    þótt hann í fólk komi:
    hnígur-a sá halur fyr hjörum.
  22.  
    Það kann eg ið fjórtánda:
    ef eg skal fyrða liði
    telja tíva fyrir,
    ása og álfa
    eg kann allra skil.
    Fár kann ósnotur svo.
  23.  
    Það kann eg ið fimmtánda
    er gól Þjóðrerir
    dvergur fyr Dellings dyrum.
    Afl gól hann ásum,
    en álfum frama,
    hyggju Hroftatý.
  24.  
    Það kann eg ið sextánda:
    Ef eg vil ins svinna mans
    hafa geð allt og gaman,
    hugi eg hverfi
    hvítarmri konu
    og sný eg hennar öllum sefa.
  25.  
    Það kann eg ið sautjánda
    að mig mun seint firrast
    ið manunga man.
    Ljóða þessa
    munðu, Loddfáfnir,
    lengi vanur vera.
    Þó sé þér góð ef þú getur,
    nýt ef þú nemur,
    þörf ef þú þiggur.
  26.  
    Það kann eg ið átjánda,
    er eg æva kenni'g
    mey né manns konu,
    - allt er betra
    er einn um kann;
    það fylgir ljóða lokum, -
    nema þeirri einni
    er mig armi ver
    eða mín systir sé.

    VI. Ljóðalok

  27. Nú eru Háva mál kveðin
    Háva höllu í,
    allþörf ýta sonum,
    óþörf jötna sonum.
    Heill sá er kvað!
    Heill sá er kann!
    Njóti sá er nam!
    Heilir þeir er hlýddu!

Runes Index

Learn about the Sacrifice for the Runes

Icelandic Rune Song

futhark

Content © 2003, Michael J Dangler
Updated on 02/18/2003. Site Credits / Email Me!
Basic site design from ADF.org

(Yes, I stole it!)